Ungmennaþing Vesturlands 25.-27.október

Ungmennaráð Vesturlands verður haldið í sumarbúðunum í Ölver, Hvalfjarðarsveit, helgina 25.-27.október.

Um er að ræða samstarfsverkefni sveitafélaga á Vesturlandi, ungmennaráðs Vesturlands og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og er fjármagnað af Sóknaráætlun Vesturlands.

Markmið með þinginu er að:

  • fá ungt fólk af öllu Vesturlandi saman
  • stuðla að uppbyggingu í þágu ungs fólks á öllu Vesturlandi
  • skapa vettvang fyrir samtal ungmenna við ráðamenn
  • kynnast öðrum ungmennum, njóta og hafa gaman

 

Þátttakendur munu ræða stöðu ungmenna á Vesturlandi frá ýmsum hliðum auk þess sem boðið verður upp á kynningar sem tengjast málefnum ungs fólks og ungmennaráða.

Þingið er ætlað ungu fólki á aldrinum 14-25 ára.

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 40 ungmenni og verður lágmarksfjöldi tryggður frá hverju sveitarfélagi. Þátttakendum yngri en 18 ára þarf að fylgja ábyrgðaraðili.

Þátttaka er gjaldfrjáls og innifalið í þátttöku er gisting, matur, vinnugögn og annað tilheyrandi.

Ferðakostnaður er í höndum sveitarfélaganna sjálfra.

Skráningafrestur er til og með 18.október 2024

Framkvæmd þingsins er í höndum Hvalfjarðarsveitar, Akraneskaupstaðar, SSV og Ungmennaráðs Vesturlands

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG