Frístundaheimilið Krakkadalur er starfrækt fyrir börn í 3.-4.bekk í báðum grunnskólum Akraneskaupstaðar.
Opnunartími er frá því að skóladegi barns lýkur og til 16:15.
Opið er skv. skóladagatali.
Foreldrum gefst kostur á að lengja viðveru barna sinna í skólanum eftir þörfum hvers og eins en í samræmi við gildandi reglur fyrir frístund á Akranesi.
Markmið Krakkadals er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í samskiptum í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Einnig er haft að leiðarljósi að virða og virkja sjálfsprottinn leik barnanna, efla hæfni barna til sjálfstæðra skoðana og til að hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður, að hvetja börnin til góðrar umgengni, að hjálpa börnunum til að öðlast skilning á þörfum og tilfinningum og leggja áherslu á góða samvinnu milli starfsfólks frístundar og foreldra.
Nánari upplýsingar gefur Elísabet Sveinbjörnsdóttir, deildarstjóri,
E: fristund@torpid.is
S: 433 1252