Opið fyrir umsóknir í Ungmennaráð

Langar þig að vera í Ungmennaráði Akraness og stuðla þannig að auknu lýðræði?
Nú er tækifærið - Opið er fyrir umsóknir fyrir öll ungmenni á aldrinum 13-25 ára sem eiga lögheimili á Akranesi.

SÆKJA UM Í UNGMENNARÁÐ

Ungmennaráð Akraness er skipað sjö (7) ungmennum á aldrinum 13-25 ára sem eiga lögheimili á Akranesi.

Fulltrúar í Ungmennaráði koma að framkvæmd Barnaþings, undirbúa og halda Bæjarstjórnarfund unga fólksins ásamt bæjarstjórn, fjalla um málefni barna og ungmenna, taka þátt í viðburðum bæjarins, koma að skipulagningu bæjarhátíða, sækja ráðstefnur hérlendis sem og mögulega erlendis og margt fleira.

Formlegur vettvangur fyrir ungmenni til að koma skoðunum sínum á framfæri.

Ungmennaráð er frábær vettvangur til þess að auka lýðræði, taka virkan þátt og kynnast starfssemi bæjarins frá öðru sjónarhorni.

Ráðið skal eins og kostur er hafa frumkvæði að umfjöllun mála en auk þess geta bæjaryfirvöld óskað eftir ráðgefandi áliti á málefnum sem snúa að börnum og ungmennum.

Fulltrúar í Ungmennaráði Akraness fá greitt fyrir fundarsetu.

Allar spurningar sem snerta ráðið skal senda á ivar@torpid.is