Æskulýðsballið 2024

Æskulýðsballið fer fram í Hjálmakletti í Borgarnesi 21.nóvember 2024.
Félagsmiðstöðin Óðal hefur haldið æskulýðs- og forvarnarball árlega frá árinu 1992 og verður þetta því í 32 skiptið sem Æskulýðsballið verður haldið.

Það eru 100 unglingar frá Arnardal á leiðinni í Borgarnes ásamt starfsmönnum og er mikil tilhlökkun í hópnum.
Ballið hefur verið fastur liður í dagskrá Arnardals og var eftirspurn eftir miðum á ballið mikil. Seldist upp í miðasölu á 35 mínútum sem sýnir að það vildi enginn missa af þessum stórskemmtilega viðburði.

Þátttakendur koma frá öllum félagsmiðstöðvum á Vesturlandi og er viðburðurinn hluti af SamVest, samstarfsvettvangi félagsmiðstöðva á Vesturlandi.